Jaðar íþróttafélag er félag sem vinnur að því ýta undir vöxt og þróun sinna íþróttagreina, bæta og búa til aðstöðu, uppbyggingu og framþróun greinarinnar.

Félagið reynir að gera grundvöll fyrir íþróttagreinar til að stækka, með drífandi mannskap sem hefur hug á góðri uppbyggingu.

Við munum halda áfram að fjölga deildum innan félags svo lengi sem menn og konur vilja hópa sig saman og vinna fyrir sportið sitt.

Deildir sem eru núna innan félagsins:

  • Vélsleðadeild
  • Mótorhjóladeild
  • Reykjavik Extreme (REX)
  • Hjólabrettadeild
  • Hlaupahjóladeild
  • BMX deild